Eignaleigufyrirtækið Lýsing segir, að mikilvægt að óvissu hafi verið eytt varðandi vaxtaþátt gengistryggðra bílasamninga með dómi Hæstaréttar í dag. Segir félagið, að mörg álitamál séu þó enn óleyst, en dómurinn geri fyrirtækinu kleift að byrja að greiða úr málum viðskiptavina og endurreikna stöðu gengistryggðra bílasamninga.
Fram kemur á heimasíðu Lýsingar, að á næstu vikum senda viðskiptavinum sínum bréf
þar sem farið verði yfir nýja stöðu á samningum þeirra.