Óbreytt vaxtakjör stóðust ekki

Lögmenn í Hæstarétti í dag.
Lögmenn í Hæstarétti í dag. mbl.is/Golli

Vaxtakjör á gengistryggðu láni sem dómur féll um nú klukkan fjögur, þ.e. Libor vextir á japönsku jeni og svissneskum franka að viðbættu álagi, gátu ekki komið til álita nema í tengslum við gengistryggingu lánsins, að því er segir í niðurstöðum Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum. Ógilding gengistryggingar ógildi vaxtakjörin.

Í dómi Hæstaréttar segir að þegar virt sé að ákvæði um gengistryggingu í samningi aðilanna sé ógilt og bein og órjúfanleg tengsl séu á milli þess ákvæðis og fyrirmæla um vexti sé ekki unnt að styðjast við þau fyrirmæli. Fyrir liggi að í málinu að aldrei hafi verið skráðir Libor-vextir af íslenskum krónum.

„Vegna þessa er óhjákvæmilegt að ógildi ákvæðisins um gengistryggingu leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð." Því skuli reikna út gengistryggða lánið út frá óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands.

Lýsing var í dómnum dæmd til að greiða lántakandanum 750.000 krónur í málskostnað.

Dómur Hæstaréttar í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert