Spurningar um ráðherraábyrgð

Anna Margrét Guðjónsdóttir.
Anna Margrét Guðjónsdóttir.

Anna Mar­grét Guðjóns­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, velti því fyr­ir sér á Alþingi í gær hvort sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra væri að brjóta gegn lög­um um ráðherra­ábyrgð með því að taka ekki þátt í und­ir­bún­ingi fyr­ir hugs­an­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

Anna Mar­grét sagðist hafa spurst fyr­ir um það hvort Jón Bjarna­son, land­búnaðarráðherra, og ráðuneyti hans tæki þátt í að und­ir­búa Ísland und­ir hugs­an­lega þátt­töku í Evr­ópu­sam­band­inu. Ráðherra hafi hins veg­ar staðfest í svari, að ráðuneytið sem hann fer fyr­ir hafi ákveðið að taka ekki þátt í þeim und­ir­bún­ingi.

„Ég velti því fyr­ir mér að ef til aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu kem­ur og ráðherra sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mála hef­ur staðfast­lega ákveðið að taka ekki þátt í und­ir­bún­ingi þá blas­ir það við að ís­lensk­ir bænd­ur og út­gerðar­menn og all­ir þeir sem vinna við sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál standa langt að baki öðrum stétt­um í þessu sam­fé­lagi, ég tala ekki um að baki koll­ega sinna í Evr­ópu.

Því spyr ég, frú for­seti: Er til­efni til að hafa áhyggj­ur af því að hæstv. land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra gangi á svig við 2. og 4. gr. laga um ráðherra­ábyrgð eða er ráðherr­um í sjálfs­vald sett að ákveða sam­kvæmt eig­in geðþótta að mál­efni henti þeim ekki og því geti þeir haldið mála­flokk­um sín­um utan við eðli­lega þróun?," sagði Anna Mar­grét.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að tala yrði var­lega um ráðherra­ábyrgð. Vildi hún vita hvort Anna Mar­grét teldi að það varðaði emb­ætt­ismissi, sekt­um eða fang­elsi að vera ekki sam­mála Sam­fylk­ing­unni um nauðsyn þess að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. 

Anna Mar­grét sagðist ekki vera að ásaka ráðherr­ann um lög­brot en það vekti upp spurn­ing­ar hvort það væri ekki al­var­leg­ur hlut­ur ef ráðherra ákveði að ganga gegn samþykkt Alþing­is. Unn­ur Brá benti á móti á að þing­menn væru bundn­ir af sam­visku sinni en ekki stefnu flokka. Afstaða Jóns Bjarna­son­ar til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu hefði alltaf verið skýr. Anna Mar­grét sagðist vera sam­mála því en ráðherr­um bæri að fylgja ákvörðunum Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert