Hæstiréttur staðfesti dóminn

Margir fylgdust með því þegar Hæstiréttur kvað upp dóminn í …
Margir fylgdust með því þegar Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag. mbl.is/Golli

Reikna skal út ólög­mæt geng­is­tryggð lán miðað við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, sam­kvæmt dómi Hæsta­rétt­ar. Með þessu staðfesti Hæsta­rétt­ar dóm Hér­taðsdóms Reykja­víku í máli sem Lýs­ing höfðaði gegn manni sem tók bíla­lán árið 2007. Málið var höfðað til að eyða óvissu um vaxta­kjör á ólög­mæt­um geng­is­tryggðum lán­um.

Ingi­björg Bene­dikts­dótt­ir, for­seti Hæsta­rétt­ar las upp dómsorðið fyr­ir þétt­skipuðum dómsal í Hæsta­rétti. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um dóm­inn munu birt­ast á mbl.is inn­an skamms. Þá verður dóm­ur­inn birt­ur á vef Hæsta­rétt­ar kl. 16:30. Vegna dóms­ins hef­ur verið boðað til blaðamanna­fund­ar í efna­hags- og viðskiptaráðuneyt­inu kl. 17.15.

Geng­islán skulu sam­kvæmt dómn­um bera lægstu vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður á hverj­um tíma með hliðsjón af lægstu vöxt­um af nýj­um al­menn­um óverðtryggðum út­lán­um. Á láns­tíma þess láns sem um ræddi í mál­inu voru óverðtryggðir vext­ir bank­ans hæst­ir yfir 20%. Að sögn Jó­hann­es­ar Árna­son­ar, lög­manns lánþeg­ans, voru þeir að meðaltali 18,2%. Nú eru lægstu óverðtryggðu vext­ir Seðlabanka Íslands 8,25%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert