Reikna skal út ólögmæt gengistryggð lán miðað við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Með þessu staðfesti Hæstaréttar dóm Hértaðsdóms Reykjavíku í máli sem Lýsing höfðaði gegn manni sem tók bílalán árið 2007. Málið var höfðað til að eyða óvissu um vaxtakjör á ólögmætum gengistryggðum lánum.
Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar las upp dómsorðið fyrir þéttskipuðum dómsal í Hæstarétti. Nánari upplýsingar um dóminn munu birtast á mbl.is innan skamms. Þá verður dómurinn birtur á vef Hæstaréttar kl. 16:30. Vegna dómsins hefur verið boðað til blaðamannafundar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu kl. 17.15.
Gengislán skulu samkvæmt dómnum bera lægstu vexti sem Seðlabanki
Íslands ákveður á hverjum tíma með hliðsjón af lægstu vöxtum af nýjum
almennum óverðtryggðum útlánum. Á lánstíma þess láns sem um ræddi í
málinu voru óverðtryggðir vextir bankans hæstir yfir 20%. Að sögn
Jóhannesar Árnasonar, lögmanns lánþegans, voru þeir að meðaltali 18,2%.
Nú eru lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands 8,25%.