Suðurgatan grænkar með haustinu

Tilfæringar í Suðurgötu.
Tilfæringar í Suðurgötu. mbl.is/Golli

Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í óðaönn að breyta Suðurgötunni í Reykjavík í einstefnugötu í gær.

Hér eftir verður einstefna í suður frá Kirkjugarðsstíg en leyfilegt verður að hjóla í báðar áttir að sögn Pálma F. Randverssonar, verkefnastjóra hjá umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar.

Hann segir breytinguna á Suðurgötunni vera lið í því að fylgja eftir hjólreiðaáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn í vetur en samkvæmt henni verður tíu kílómetrum af hjólastígum bætt við í ár.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert