Talaði fyrir hagsmunum þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson hitti meðal annars Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, …
Ólafur Ragnar Grímsson hitti meðal annars Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, að máli í Kína í vikunni.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagðist í viðtali við Útvarpið hafa verið að tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar í viðtali, sem hann veitti Bloomberg fréttastofunni þar sem hann lýsti efasemdum Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu.

„Aðgerðir Breta og Hollendinga, sem nutu lengi stuðnings Evrópusambandsins, hafa vakið upp spurningar í hugum margra Íslendinga: Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?" hafði Bloomberg eftir Ólafi Ragnari.

Ólafur sagði við Útvarpið, að hann hefði verið að lýsa hinum ýmsu skoðanastraumum sem eru hér á landi um Evrópusambandið og  viti ekki hvaða áhrif ummælin kunni að hafa á Icesave-deiluna.  Hins vegar hafi megintilgangur ummælanna ekki verið að reyna að hafa áhrif á Breta og Hollendinga heldur hafi hann aðeins verið að reyna fyrir hönd þjóðarinnar að flytja málstað sem hann telji réttan og sanngjarnan. Það hafi skilað árangri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert