Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagðist í viðtali við Útvarpið hafa verið að tala fyrir hagsmunum þjóðarinnar í viðtali, sem hann veitti Bloomberg fréttastofunni þar sem hann lýsti efasemdum Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu.
„Aðgerðir Breta og Hollendinga, sem nutu lengi stuðnings
Evrópusambandsins, hafa vakið upp spurningar í hugum margra Íslendinga:
Hvers konar klúbbur er þetta eiginlega?" hafði Bloomberg eftir Ólafi
Ragnari.
Ólafur sagði við Útvarpið, að hann hefði verið að lýsa hinum ýmsu skoðanastraumum sem eru hér á
landi um Evrópusambandið og viti ekki hvaða áhrif ummælin kunni að
hafa á Icesave-deiluna. Hins vegar hafi megintilgangur ummælanna ekki verið að reyna
að hafa áhrif á Breta og Hollendinga heldur hafi hann aðeins verið að reyna fyrir hönd
þjóðarinnar að flytja málstað sem hann telji réttan og sanngjarnan. Það hafi skilað árangri.