Tíu ár frá fyrstu umsókn KFC á Akureyri

Helgi Vilhjálmsson eigandi KFC á Íslandi
Helgi Vilhjálmsson eigandi KFC á Íslandi mbl.is/Golli

Helgi Vilhjálmsson eigandi KFC á Íslandi segir að það sé óeðlilegt að á þeim 10 árum sem liðin eru síðan KFC sótti fyrst um byggingarleyfi fyrir veitingastað á Akureyri skuli leyfið enn ekki fást, sé undanskilin ein lóð sem fyrirtækinu var boðin í jaðri bæjarfélagsins þar sem enginn býr og fáir vinna.

Líkt og fram kom á mbl.is í gær ákvað skipulagsnefnd Akureyrarbæjar að falla frá auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir Drottningarbrautarreit, en þar var fyrirhugað að veitingastaðurinn KFC myndi hefja starfsemi á Akureyri.

Sótt um lóðina að frumkvæði bæjarfélagsins

„ KFC ehf. hefur í um 10 ár reynt að fá hentuga lóð á Akureyri fyrir rekstur en ávallt verið hafnað. Akureyringar hafa samt sem áður kallað mjög sterkt eftir því að KFC hefji rekstur í bæjarfélaginu og eru nú m.a. til þrjár Facebook-síður með samtals 4.000 stuðningsyfirlýsingum sem lýsa þessum vilja bæjarbúa. Engin þessara síðna var stofnuð að frumkvæði KFC ehf.," segir í tilkynningu sem Helgi hefur sent frá sér.

Hann segir það skjóta mjög skökku við að bæjarfélagið skuli ítrekað hafna tillögum um staðsetningu veitingastaðar KFC. Sérstaklega nú á lóð sem KFC ehf. sótti um byggingarleyfi á að frumkvæði bæjarfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert