Vill athafnir í stað orða

Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, sendi þingmönnum bréf vegna dapurlegs …
Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, sendi þingmönnum bréf vegna dapurlegs ástands Suðurnesja.

„Sam­fé­lag­inu hérna blæðir vegna þess að verk­efn­un­um miðar ekk­ert áfram,“ seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son, bæj­ar­stjóri í Garði. Hann seg­ist hafa þung­ar áhyggj­ur af því dap­ur­lega ástandi sem ein­kenni Suður­nes­in.

Ásmund­ur hef­ur sent öll­um alþing­is­mönn­um, þar á meðal ráðherr­un­um, bréf þar sem hann lýs­ir áhyggj­um sín­um af stöðu mála á Suður­nesj­um. Ástæðuna seg­ir hann vera frétt­ir af fjölda nauðung­ar­sala á Suður­nesj­um. Nauðung­ar­söl­ur á íbúðum á Suður­nesj­um séu fimm sinn­um fleiri en í meðalári og tíu sinn­um fleiri en í Reykja­vík miðað við höfðatölu.

Í bréf­inu seg­ir Ásmund­ur að mik­il­vægt sé að taka hönd­um sam­an og vinna af heil­um hug, og í sam­ein­ingu, að upp­bygg­ingu á Suður­nesj­um.  Nóg sé af tæki­fær­um en aðeins skorti vilja til fram­kvæmda.

„Menn þurfa að hætta að berj­ast um keis­ar­ans skegg og hefja fram­kvæmd­ir og ég hef fulla trú á að innst inni vilji það all­ir,“ seg­ir Ásmund­ur. Mik­il­vægt sé að þjappa fólki sam­an og hlúa að sam­fé­lag­inu. 

Í bréfi Ásmund­ar til þing­manna seg­ir meðal ann­ars:

„Nú er komið að því að at­hafn­ir komi í stað orða. Lít­um hvert og eitt í eig­in barm og sjá­um hvað við get­um gert til að koma lífi fólks­ins á Suður­nesj­um í eðli­legt horf. Í upp­hafi skóla­árs­ins vakna fleiri börn á Suður­nesj­um við ang­ist, kvíða og reiði for­eld­ar sinna í garð okk­ar sem eig­um að gæta hags­muna sam­fé­lags­ins og sjá til þess að all­ir hafi húsa­skjól, mat og vinnu. Við höf­um brugðist þess­um börn­um, fjöl­skyld­um þeirra og öllu sam­fé­lag­in hér suður­frá.“

...

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert