Á þriðja hundrað í hópmálssókn

Niðurstaða Hæstaréttar hefur áhrif á öll gengistryggð lán á Íslandi. …
Niðurstaða Hæstaréttar hefur áhrif á öll gengistryggð lán á Íslandi. Samtök lánþega vilja einnig láta reyna á verðtryggðu lánin fyrir dómstólum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkuð á þriðja hundrað manns hef­ur skráð sig til þátt­töku í hóp­máls­sókn gegn fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um sem Sam­tök lánþega und­ir­búa í kjöl­far viðbragða stjórn­valda við dómi Hæsta­rétt­ar í máli tengdu geng­is­tryggðum eigna­leigu­samn­ingi Lýs­ing­ar. Þátt­tak­an er mun meiri en talsmaður sam­tak­anna átti von á.

Guðmund­ur Andri Skúla­son, talsmaður Sam­taka lánþega, seg­ir að sam­tök­in vilji ná utan um meg­inþorra þeirra lána sem fólk er í vand­ræðum með, það er að segja geng­is­tryggð lán, og einnig að fá svarað spurn­ing­um um lög­mæti verðtryggðra lána. Því sé óskað eft­ir lánþegum sem eru með geng­is­tryggð lán í ís­lensk­um krón­um, geng­is­tryggð lán í er­lendri mynt og verðtryggð lán í ís­lensk­um krón­um.

Sam­tök lánþega hvetja ein­stak­linga jafnt sem fyr­ir­tæki til að skrá sig til þátt­töku en skrán­ing­in er óskuld­bind­andi á þessu stigi, gerð til að kanna áhuga. Sam­tök­in munu síðan aðstoða við að koma sam­an hóp­um eft­ir því hvaða kröf­ur eru uppi og gegn hverj­um ásamt því að finna til verks­ins til þess hæfa lög­menn.

Guðmund­ur Andri seg­ir að sam­tök­in séu nú kom­in með nokkuð sterk­an hóp.

Hann tek­ur fram að farið verði fram á skaðabæt­ur frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um og einnig stjórn­end­um þeirra.

Sjá vef Sam­taka lánþega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert