Aðeins helmingur mætti til fundarins

Ingibjörg Sólrún mætir ásamt lögmanni sínum Sigurvin Ólafssyni til fundar …
Ingibjörg Sólrún mætir ásamt lögmanni sínum Sigurvin Ólafssyni til fundar í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Einungis um helmingur þingflokks Samfylkingarinnar mætti til fundar í húsakynnum Samfylkingarinnar í gærkvöldi, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra.

Athygli vakti að Össur Skarphéðinsson gekk af fundi löngu áður en honum lauk, eða á tíunda tímanum.

Ingibjörgu Sólrúnu var sl. sunnudag gefinn kostur á að mæta til slíks fundar til að útskýra sín sjónarmið í ljósi skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni um bankahrunið.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins átti sér stað hreinskiptin og opinská umræða á fundinum í gærkvöldi, án þess að einhver hrein niðurstaða fengist, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka