Áhugi er á kvennaframboði

Katrín anna Guðmundsdóttir.
Katrín anna Guðmundsdóttir. mbl.is/Golli

„Þetta er umræða sem er alltaf í gangi vegna þess að okkur miðar alveg óskaplega hægt í átt að jafnrétti. Við erum að horfa á bakslag á ýmsum sviðum,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, fyrrum talskona Femínistafélagsins, en félagið stóð í vikunni fyrir fundi um hugsanlegt kvennaframboð.

Fullt var út úr dyrum á fundinum. Skiptar skoðanir voru um hvort tími sé kominn á nýtt kvennaframboð.

„Ég er á því að við eigum ekki að verja okkar kröftum í þetta í augnablikinu. Það eru hins vegar mismunandi skoðanir á þessu. Sumir eru heitari fyrir kvennaframboði en aðrir,“ segir Katrín Anna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka