Eigendur vissu ekkert

Sviku út 270 milljónir.
Sviku út 270 milljónir. mbl.is/Golli

Fjórir karlmenn og tvær konur sem nú sitja í gæsluvarðhaldi eru í sameiningu talin hafa svikið út um 270 milljónir króna með því að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af upplognum framkvæmdum.

Látið var líta út fyrir að um milljarði hefði verið varið til að endurbæta tvö hús á höfuðborgarsvæðinu en þær framkvæmdir áttu sér aldrei stað, fólkið sem er í haldi átti ekki umrædd hús og eigendur húsanna voru grunlausir um svikin, að sögn lögreglu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hluti þeirra sem eru í haldi tengst fíkniefnamálum. Lagt hefur verið hald á einhverja fjármuni í tengslum við rannsókn málsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. Hún komst á sporið þegar fjármálastofnun tilkynnti henni um grunsamlegar millifærslur. Upphæðirnar sem gengu á milli reikninga sakborninga voru óeðlilegar og hærri en áður höfðu sést hjá viðkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert