Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir í vikulegum föstudagspistli sínum að það sé ljóst að erfitt verði að skera meira niður í starfsemi spítalans á næsta ári. Hann bendir á að niðurskurður á spítalanum sl. tvö ár hafi verið 6,6 milljarðar kr.
„Margir starfsmenn hafa haft samband við mig síðustu vikurnar og haft
áhyggjur af hugsanlegum niðurskurði á næsta ári. Ég hef bent þeim á það
að ljóst er að skera þarf niður í ríkisrekstri og þar með á
Landspítalanum. Niðurskurður á spítalanum síðustu tvö árin hefur verið
6,6 milljarðar. Það er gífurlega mikið og alveg ljóst að erfitt verður
að bæta þar við. Um það getum við sjálfsagt öll verið sammála og við
verðum auk þess vör við það að almenningur óttast afleiðingar enn meiri
niðurskurðar í rekstri spítalans. Það gera stjórnvöld reyndar líka,“ skrifar Björn.