Læknisþjónusta verði óskert

Oft er líflegt við smábátahöfnina í Bolungarvík.
Oft er líflegt við smábátahöfnina í Bolungarvík. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir þungum áhyggjum yfir þróun mála í
heilbrigðisþjónustu í Bolungarvík. Kemur það fram í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í gær.

„Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að í Bolungarvík verði búsettur og starfandi læknir og með þeim hætti verði sú læknisþjónusta sem veitt hefur verið undanfarin ár og áratugi, óskert.

Að heilbrigðisþjónusta, þar með talin staða hjúkrunarfræðings, sjúkraliða og sjúkraþjálfara, verði veitt í sama mæli og verið hefur í bæjarfélaginu.

Að tryggt verði að full starfsemi verði áfram á heilsugæslustöðinni sem og á öldrunardeildinni í Bolungarvík og í heimaþjónustu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert