Lögin ekki nægilega skýr

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Skýrsla nefndar um lögmæti kaupa Magma Energy á HS Orku var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar eru kaupin ekki ólögleg samkvæmt bókstaf laganna. Skýrslan hefur enn ekki verið gerð opinber en til stendur að kynna niðurstöðuna fyrir þingflokkum fyrst.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir að lögfræðileg greining skýrslunnar bendi á mismunandi túlkunarleiðir.

„Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að samkvæmt bókstaf laganna séu kaupin ekki ólögleg,“ segir Steingrímur. Meta þurfi hvort horfa skuli til anda laganna eða bókstaflegrar túlkunar. Niðurstaðan sé að því leyti sú að gildandi lög séu ekki nægilega skýr hvað þetta varðar og í þeim séu veikleikar.

Steingrímur segir að lagalegri óvissu verði ekki eytt nema fyrir dómstólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert