Ráðherrar fá ekki fund með VG

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. mbl.is/Jón Pétur

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í dag um skoðun sína á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk tækifæri til að koma á fund þingflokks Samfylkingarinnar í gærkvöldi.

Hann sagði að ráðherrar sem kunna að vera ákærðir muni ekki fá að útskýra mál sitt á þingflokksfundi VG.

Steingrímur segir málið mjög vel unnið að þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrsluna og allar forsendur til staðar til að taka afstöðu í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert