Stórt skref í að eyða óvissu

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF Hari

Samtök fjármálafyrirtækja - SFF - telja að með dómi Hæstaréttar í gær hafi verið stigið stórt skref til að eyða þeirri óvissu sem lánþegar og lánveitendur hafa búið við í tengslum við lán með óskuldbindandi gengistryggingarákvæðum.

SFF telja sömuleiðis mikilvægt að stjórnvöld hafi ákveðið að koma að frekari lausn þessara mála með boðaðri lagasetningu sem ætlað er að taka af tvímæli um hvernig meðhöndla skuli erlend húsnæðis- og bílalán til einstaklinga, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum.

„Það er von SFF að þessi niðurstaða og sú vinna sem fram fer í kjölfar hennar hraði nauðsynlegu uppbyggingarferli íslensks efnahags- og atvinnulífs og verði liður í því að fjármálafyrirtækin í landinu endurvinni það traust sem nauðsynlegt er að ríki milli fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert