„Svona er bara lífsins gangur“

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra og …
Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra og Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins á blaðamannafundinum í gær. mbl.is/Golli

„Þó að ein­hverj­ir verði ekki al­veg ánægðir af því að þeir fengu ekki jafn mikið og þeir vildu þá er það bara lífs­ins gang­ur. En ég held að þegar frá líði muni þetta létta okk­ur róður­inn.“

Þannig mælti Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri á blaðamanna­fundi í gær um dóm Hæsta­rétt­ar um vaxta­kjör á geng­is­bundnu bíla­láni, en ekki voru all­ir á eitt sátt­ir í kjöl­far úr­sk­urðar­ins, að því er fram kem­ur í ít­ar­legri um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Már seg­ir að lamað banka­kerfi hjálpi eng­um og niðurstaðan sé góð að því leyti að horf­ur hvað fjár­mála­stöðug­leika varði séu góðar. Lausa­fjárstaða bank­anna sé til dæm­is al­mennt góð. Þeir séu auk­in­held­ur enn á bak við höft, og því eng­in hætta á því að áhlaup verði gert á þá er­lend­is frá, líkt og gerðist síðla árs 2008. Með því að aflétta hinni miklu óvissu sem ríkt hef­ur um fjár­hags­stöðu og styrk banka­kerf­is­ins sé hins veg­ar verið að skapa skil­yrði til þess að hefja vinnu við af­nám þeirra hafta sem verið hafa á fjár­magns­hreyf­ing­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert