Þungbær skylda

Atli Gíslason á Alþingi.
Atli Gíslason á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég vil minna þing­menn á þá þung­bæru skyldu, sem á okk­ur hvíl­ir," sagði Atli Gísla­son, þingmaður VG, þegar hann mælti fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu um máls­höfðun á hend­ur fjór­um fyrr­ver­andi ráðherr­um.  „Þetta er dap­ur­leg­asta og erfiðasta verk sem ég farið í," sagði Atli.

„Við höf­um tekið þetta sem miklu al­vöru­máli. En sam­kvæmt stjórn­ar­skránni get­ur Alþingi kært ráðherra fyr­ir embættis­verk," sagði Atli. „Stjórn­ar­skrá­in fel­ur þannig Alþingi að taka af­stöðu til þess hvort kalla eigi ráðherra til ábyrgðar fyr­ir embætt­is­rekst­ur þeirra á grund­velli laga um ráðherra­ábyrgð hvort sem okk­ur lík­ar bet­ur eða verr. Þetta eru lög­bund­in skyldu­störf okk­ar."

Hann sagði, að eft­ir ýt­ar­lega um­fjöll­un þing­manna­nefnd­ar, sem fjallaði um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, hefði það orðið niðurstaðan að leggja til grund­vall­ar gild­andi lög um ráðherra­ábyrgð og lands­dóm en leggja ekki til að lög­un­um yrði breytt.

Meiri­hluti þing­manna­nefnd­ar­inn­ar stend­ur að þings­álykt­un­ar­til­lögu um máls­höfðun á hend­ur þeirra Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Ingi­björgu Sól­rúnu Gíslas­dótt­ur, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, Árna M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra og Björg­vin G. Sig­urðssyni, fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra. 

Atli lýsti störf­um nefnd­ar­inn­ar og sagði meðal ann­ars, að fimm sér­fræðing­ar hefðu verið kallaðir til, samið drög að þings­álykt­un­ar­til­lög­unni og síðan yf­ir­farið þau. Sagði hann að fjór­ir af fimm sér­fræðing­um hefðu á end­an­um talið það sem komið hefði fram í mál­inu væri nægi­legt og lík­legt til sak­fell­is og upp­fyllti réttar­far­s­kröf­ur en sá fimmti hefði verið ósam­mála. Sér­fræðing­arn­ir hefðu hins veg­ar lagt áherslu á að þeir hefðu veitt ráðgjöf en þing­manna­nefnd­in yrði að taka ákvörðun. 

Fram kem­ur í grein­ar­gerð með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, að sér­fræðing­ar, sem störfuðu með nefnd­inni, voru Bogi Nils­son, fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari, Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir aðstoðarrektor, Jónatan Þór­munds­son, pró­fess­or, Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, pró­fess­or, Ró­bert R. Spanó, pró­fess­or og Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir vara­rík­is­sak­sókn­ari.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert