Trúnaði aflétt að hluta

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmannanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum nú í hádeginu kröfu Ólafar Nordal, þingsmanns Sjálfstæðisflokksins, frá því í morgun um að trúnaði yrði að hluta aflétt af álitum þeirra sérfræðinga sem komu fyrir nefndina.
 
Áður en umræða um þingsályktun um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum fyrir brot gegn ráðherraábrygð  hófst í morgun kvaddi Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sér hljóðs um fundarstjórn forseta og krafðist þess að öll gögn þingmannanefndar yrðu gerð opinber. Þingmenn þurfi aðgang að álitum sérfræðinga sem komu fyrir nefndina til að geta metið ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum.
 
Formaður þingmannanefndarinna Atli Gíslason sagði gögnin bundin trúnaði.  En allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem komu í ræðustól utan Magnúsar Orra Schram sem situr í þingmannanefndinni tóku undir kröfu Ólafar, samkvæmt tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. 

„Þingmenn VG og Hreyfingarinnar sem tóku til máls voru andsnúin því að gögnin væru gerð þingmönnum ljós og vitnuðu til þess að verklagsreglur nefndarinna hafi átt að vera þingmönnum ljósar.  
 
Nú er það svo ljóst að þingmannanefndin hefur að hluta orðið við kröfu þingmanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og verða álit sérfræðinga sem komu fyrir nefndina opin þingmönnum til að skoða í þinghúsinu en lokuð fjölmiðlum og almenningi.
 
Samþykktin er áfangasigur, en aðalkrafa sjálfstæðismanna um að gögnin verði öllum opin stendur en," segir í tilkynningu.
 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka