Trúnaði aflétt að hluta

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal mbl.is/Ómar Óskarsson

Þing­manna­nefnd Alþing­is samþykkti á fundi sín­um nú í há­deg­inu kröfu Ólaf­ar Nor­dal, þings­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, frá því í morg­un um að trúnaði yrði að hluta aflétt af álit­um þeirra sér­fræðinga sem komu fyr­ir nefnd­ina.
 
Áður en umræða um þings­álykt­un um ákær­ur gegn fyrr­ver­andi ráðherr­um fyr­ir brot gegn ráðherra­ábrygð  hófst í morg­un kvaddi Ólöf Nor­dal vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sér hljóðs um fund­ar­stjórn for­seta og krafðist þess að öll gögn þing­manna­nefnd­ar yrðu gerð op­in­ber. Þing­menn þurfi aðgang að álit­um sér­fræðinga sem komu fyr­ir nefnd­ina til að geta metið ákær­ur á hend­ur fyrr­ver­andi ráðherr­um.
 
Formaður þing­manna­nefnd­ar­inna Atli Gísla­son sagði gögn­in bund­in trúnaði.  En all­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem komu í ræðustól utan Magnús­ar Orra Schram sem sit­ur í þing­manna­nefnd­inni tóku und­ir kröfu Ólaf­ar, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um. 

„Þing­menn VG og Hreyf­ing­ar­inn­ar sem tóku til máls voru and­snú­in því að gögn­in væru gerð þing­mönn­um ljós og vitnuðu til þess að verklags­regl­ur nefnd­ar­inna hafi átt að vera þing­mönn­um ljós­ar.  
 
Nú er það svo ljóst að þing­manna­nefnd­in hef­ur að hluta orðið við kröfu þing­manna Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og verða álit sér­fræðinga sem komu fyr­ir nefnd­ina opin þing­mönn­um til að skoða í þing­hús­inu en lokuð fjöl­miðlum og al­menn­ingi.
 
Samþykkt­in er áfanga­sig­ur, en aðal­krafa sjálf­stæðismanna um að gögn­in verði öll­um opin stend­ur en," seg­ir í til­kynn­ingu.
 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert