Væri heiðarlegra að segja frá

Séra Gunnar Rúnar Matthíasson.
Séra Gunnar Rúnar Matthíasson. Kristinn Ingvarsson

„Ég get alveg sagt að mér þætti heiðarlegra ef það væri lagt upp á borðið. Ég get ekki breytt því,“ segir Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar, aðspurður hvers vegna ekki sé greint frá nafni prests í meintu kynferðisbrotamáli.

„Það rekast á ákvæði og hagsmunir í lögum sem ég kann ekki að greina frá sjálfur. Mér er ekki fært að gefa nafnið upp og mér er það ekki heimilt. Ég get alveg verið sammála því sem þú sagðir. Ég er það svo sannarlega. Ég ræð þessu hins vegar ekki,“ segir Gunnar Rúnar og vísar til þeirrar spurningar blaðamanns hvort að sú ákvörðun að gefa ekki upp nafn prestsins gangi ekki í berhögg við þá ákvörðun kirkjunnar að hafa allt upp á borðinu í biskupsmálinu í sumar.

Þá er íslensk prestastétt ekki fjölmenn og því er hætt við því að grunur falli á saklausa presta að ósekju.

Þurfa að stíga fram 

Samkvæmt lögum þyrfti presturinn sem í hlut á að stíga fram eða þá að fórnarlömbin komi fram og nafngreini prestinn. Eins og fram hefur komið hefur Biskupsstofa staðfest að fram hafa komið ásakanir frá þremur einstaklingum á hendur presti um kynferðislega áreitni og kynferðisbrot fyrir um aldarfjórðungi. Hefur presturinn gengist við brotinu.

- En er þetta ekki áfall fyrir þjóðkirkjuna, nú þegar hún er í sárum vegna biskupsmálsins?

„Það er alltaf sárt þegar svona mál koma fram. En það er ekki sárt fyrir kirkjuna. Það er sárt fyrir þá sem fyrir verða. Kirkjan sem stofnun eða samfélag okkar allra sem í henni eru verðum að axla það. Það er hluti af því að skapa sem minnst svigrúm fyrir nokkuð sem lýtur að kynferðislegri misbeitingu innan kirkjunnar.

Við viljum úthýsa henni. Við erum að reyna að taka okkur stöðu með þeim sem fyrir hafa orðið og erum að reyna að standa sem heiðarlegust með þeim. Það er sárt fyrst og fremst vegna þolandanna,“ segir Gunnar Rúnar Matthíasson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert