Vatn flutt í Reykholt

Vatnslaust er í Reykholti í Borgarfirði og vatn flutt með tankbíl slökkviliðsins neðan úr Borgarhreppi, um 20 kílómetra leið.

Bjarni Kr. Þorsteinsson slökkviliðsstjóri fór fjórar ferðir í gær á tankbíl slökkviliðsins, með samtals 56 þúsund lítra, og dældi á vatnstank fyrir ofan byggðina í Reykholti, að því er fram kemur á fréttavef Skessuhorns.

„Þetta er ekki ósvipað og sagan um Bakkabræður forðum, sem báru ljósið í bæinn í húfum sínum. Vatnið hverfur nánast jafnóðum enda lítil sem engin endurnýjun í þeim vatnbólum sem tengd eru við veituna,” sagði Bjarni við Skessuhorn.

Vefur Skessuhorns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert