Vilja sérstaka Icesave-rannsókn

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við þingálykt­un­ar­til­lögu þing­manna­nefnd­ar, sem fjallaði um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is. Vilja þing­menn­irn­ir að sér­stök rann­sókn­ar­nefnd verði skipuð til að rann­saka embætt­is­færsl­ur og ákv­arðanir ís­lenskra stjórn­valda og sam­skipti þeirra við bresk og hol­lensk stjórn­völd vegna Ices­a­ve-máls­ins.

Sam­kvæmt til­lög­unni á rann­sókn­ar­nefnd­in að leggja mat á hvort ein­stak­ir ráðherr­ar eða emb­ætt­is­menn á þeirra veg­um hafi fylgt þeim laga­regl­um sem um störf þeirra gilda, brotið starfs­skyld­ur sín­ar eða gerst sek­ir um mis­tök eða van­rækslu í hags­muna­gæslu fyr­ir ís­lenska ríkið og ís­lensku þjóðina og eft­ir at­vik­um leggja mat á hverj­ir bera á þeim ábyrgð. 

Þá hafa 9 þing­menn úr öll­um flokk­um nema Fram­sókn­ar­flokki lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu um að sjálf­stæð og óháð rann­sókn fari fram á starf­semi Íbúðalána­sjóðs frá aðdrag­anda breyt­ing­anna á fjár­mögn­un og lána­regl­um Íbúðalána­sjóðs sem hrint var í fram­kvæmd á ár­inu 2004. Í kjöl­far þess fari fram heild­ar­end­ur­skoðun á stefnu og starf­semi Íbúðalána­sjóðs.

Loks hafa þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar lagt fram til­lögu um að gerð verði stjórn­sýslu­út­tekt á for­sæt­is­ráðuneyti, fjár­málaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti og starfs­hátt­um þeirra frá árs­byrj­un 2007 til loka sept­em­ber 2010. Úttekt­in taki sér­stak­lega til sam­skipta við önn­ur ráðuneyti og stofn­an­ir, ákv­arðana sem tekn­ar voru í viðkom­andi ráðuneyt­um á tíma­bil­inu og at­b­urða sem tengj­ast falli bank­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert