Vill ofbeldi burt úr borginni

Frá blaðamannafundinum í dag
Frá blaðamannafundinum í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Reykja­vík­ur­borg stefn­ir að því að út­rýma of­beldi í miðbæ borg­ar­inn­ar. Þetta kom fram í máli Jóns Gn­arr borg­ar­stjóra á blaðamanna­fundi fyr­ir stuttu.

Til­efni fund­ar­ins var út­gáfa til­lagna starfs­hóps um ör­ygg­is­mál á skemmtistöðum og við þá. Anna Krist­ins­dótt­ir mann­rétt­inda­stjóri stýrði fund­in­um og kvað margt mega bet­ur fara í ör­ygg­is­mál­um borg­ar­inn­ar.

Þá fór Hall­dór Nikulás Lárus­son, verk­efn­is­stjóri á mann­rétt­inda­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, yfir nýja út­tekt á skemmtistöðum borg­ar­inn­ar. Niður­stöður út­tekt­ar­inn­ar voru að að staðsetn­ing ör­ygg­is­mynda­véla á skemmtistöðum er ekki alltaf eins og best verður á kosið til að tryggja ör­yggi gesta. Þar veg­ur þyngst skort­ur á vökt­un á göng­um fram­an við sal­ern­isaðstöðu úr aug­sýn starfs­fólks, þ.e. á efri hæð, í kjall­ara eða ann­ars kon­ar af­kima.

í niður­stöðum út­tekt­ar­inn­ar kem­ur fram að þátt­ur dyra­varðanna í ör­ygg­is­mál­um skemmti­staðanna verður seint of­met­inn. 

Jón Gn­arr seg­ir of­beldi aukast í miðbæn­um og kveðst ætla að leggja sitt af mörk­um til að vinna gegn því. „Ég vil zero toler­ance gagn­vart of­beldi. Ef við segj­um að mark­miðið væri að of­beldi yrði helm­ingi minna í miðbæn­um væri það óá­sætt­an­legt. Það væri samt of mikið of­beldi. Þarna eru lík­ams­árás­ir, kyn­ferðis­brot og and­legt of­beldi eins og hót­an­ir og ógn­an­ir. Allt er þetta of­beldi. Burt með of­beldi,“ seg­ir Jón Gn­arr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert