Vistvæn farartæki sýnd

Ómar Ragnarsson æfir sig í akstri.
Ómar Ragnarsson æfir sig í akstri. mbl.is

Ómar Ragnarsson, fréttamaður og áhugamaður um bíla og umhverfismál,  opnaði í dag sýningu á vistvænum farartækjum í Vetrargarði Smáralindar. Sýningin er haldin í tilefni af Evrópskri samgönguviku. 

Á sýningunni gefst almenningi möguleiki á að kynna sér kosti hinna ýmsu farartækja sem nota vistvæna orkugjafa, svo sem metan, vetni og rafmagns, en vistvæn farartæki hafa lengi verið áhugamál hjá Ómari. 

Evrópsk samgönguvika er haldin ár hvert, dagana 16.-22. september, til að hvetja almenning, fyrirtæki og sveitastjórnir til vistvænni samgöngumáta. Áhersla er á hjólreiðar, almenningssamgöngur og vistvæn farartæki.

Sýningin í Vetrargarði Smáralindar er opin alla helgina til kl. 18 og þar má meðal annars skoða rafmagnsreiðhjól, rafskutlur og rafmagnsvespur, auk vistvænna bifreiða.

Vistvæn farartæki af ýmsu tagi eru til sýnis í Vetrargarði …
Vistvæn farartæki af ýmsu tagi eru til sýnis í Vetrargarði Smáralindar. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert