Fleiri kærur komu til álita

Atli Gíslason á Alþingi.
Atli Gíslason á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar um niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, segir það hafa komið til álita að kæra fleiri ráðherra en mælt er fyrir um í tveimur þingsályktunartillögum sem nú bíða afgreiðslu á þingi.

Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í umræðum í þinginu í gær.

„Við töldum að það kynni að vera að fleiri ráðherrar sem sátu í ríkisstjórninni hefðu orðið berir að gáleysi,“ sagði Atli. Refsiskilyrðið hafi hins vegar verið stórkostlegt gáleysi, og því hafi ekki náðst samastaða í nefndinni um það að fleiri yrðu ákærðir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka