Gátu komið í veg fyrir að flugsamgöngur myndu lamast

Eyjafjallajökull í maí sl.
Eyjafjallajökull í maí sl. mbl.is/Kristinn

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefði ekki þurft að lama flugsamgöngur í Evrópu í apríl sl. því menn bjuggu yfir þekkingu til að bregðast við vandanum þannig að flugöryggi yrði tryggt, a.m.k. komið í veg fyrir jafn alvarlega flugröskun og raun bar vitni. Þetta koma fram á alþjóðlegri ráðstefnu sem  Flugakademía Keilis stóð fyrir 15.-16. september sl.

David Learmont, einn ritstjóra Flight International tímaritsins, sat ráðstefnuna, sem vísindamenn, forráðamenn í flugrekstri og fulltrúar opinberra aðila sóttu. Learmont fjallar um hana á vefsíðu ritsins.

Hann segir að það hafi komið fram að menn búi yfir þekkingu til að takast á við vandamál á borð við þetta. Ef menn hefðu brugðist rétt við þá hefði það getað sparað stórfé, en talið er að flugfélögin hafi tapað um 1,7 milljörðum punda vegna þeirra raskana sem öskuskýið frá Eyjafjallajökli olli.

Learmont vísar einnig til talna frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, sem segir að heildarkostnaðurinn á heimsvísu nemi um 1,1 billjón dala.

Hann segir að nauðsynleg þekking hafi verið til staðar um allan heim þegar eldgosið hófst. Um er að ræða þekkingu sem eldfjallafræðingar, veðurfræðingar, verkfræðingar og flugfélög búa yfir. Vandinn hafi hins vegar verið sá að hvorki Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) né önnur samtök hafi ekki verið búið að smíða sérstaka viðbragðsáætlun til að takast á við áhrif hamfara á borð við eldgosið í Eyjafjallajökli á flugumferð.

Á ráðstefnunni hafi menn rætt um hvernig megi bæta þetta og auka upplýsingaflæði á milli manna og stofnana.  

Umfjöllun Learmont.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert