Herjólfur komst í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn
Herjólfur í Landeyjahöfn mbl.is/RAX

Herfjólfur kom til Landeyjahafnar í morgun klukkan 10:30  samkvæmt áætlun en vegna ónógs dýpis í höfninni hefur ferjan að undanförnu þurft að koma að landi í Þorlákshöfn.

Dýpkunarskipið Perlan hefur dælt sandi úr höfninni til að dýpka höfnina nóg svo að Herjólfur geti siglt inn í hana . Í gærkvöldi sýndu mælingar að dýpið var orðið nægjanlegt svo ferjan gæti farið um.

Ekki liggur fyrir hvort dæla þarf meiri jarðvegi úr höfninni í bili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert