Ingibjörg: „Betra að veifa röngu tré en öngu“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hún kom til fundar við þingmenn …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hún kom til fundar við þingmenn Samfylkingarinnar í vikunni. mbl.is/Kristinn

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist ekki hafa mis­skilið neitt þegar Atli Gísla­son, formaður þing­manna­nefnd­ar­inn­ar sem fjallaði um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, bauð sér að bregðast við niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar. 

„Sú spurn­ing hlýt­ur hins veg­ar að vakna hvort ein­beitt­ur ákæru­vilji Atla Gísla­son­ar og fleiri sé ekki byggður á þeim mis­skiln­ingi að betra sé að veifa röngu tré en öngu,“ skrif­ar Ingi­björg á Face­book-síðu sinni, og vís­ar þar til um­mæla sem Atli lét falla í Kast­ljósviðtali í gær­kvöldi.

Þar sagði hann að Ingi­björg hlyti að hafa mis­skilið stöðu sína þegar hún sendi nefnd­inni svar­bréf sitt. Ráðherr­un­um fjór­um sem hugs­an­lega verða dregn­ir fyr­ir Lands­dóm hafi verið gerð grein fyr­ir því að verið væri að kanna ráðherra­ábyrgðina og að svör þeirra kynnu að vera notuð í þeim til­gangi.

Yf­ir­lýs­ing Ingi­bjarg­ar er svohljóðandi:

„Í Kast­ljósi Rúv í gær kom fram að Atli Gísla­son formaður þing­manna­nefnd­ar­inn­ar virðist líta svo á að ég hafi notið and­mæla­rétt­ar af því hann skrifaði mér bréf og bauð mér að koma mín­um at­huga­semd­um á fram­færi. En hvaða at­huga­semd­um? Við hverju? Í bréfi for­manns þing­manna­nefnd­ar til mín dags. 18. maí 2010 seg­ir m.a. ,,Við mat á ráðherra­ábyrgð er þing­manna­nefnd­in ekki bund­in af niður­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Þing­manna­nefnd­in vill gefa yður kost á að senda nefnd­inni at­huga­semd­ir, upp­lýs­ing­ar eða svör við niður­stöðum skýrsl­unn­ar."

Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is átti að leita sann­leik­ans um aðdrag­anda og or­sök falls ís­lensku bank­anna og tengdra at­b­urða. Þá átti hún að  ,,leggja mat á hvort um mis­tök eða van­rækslu hafi verið að ræða við fram­kvæmd laga og reglna um fjár­mála­starf­semi á Íslandi og eft­ir­lit með henni, og hverj­ir kunni að bera ábyrgð á því.“ Hver var niðurstaða skýrsl­unn­ar í mínu til­viki? Hún var þessi: ,,Að því leyti sem störf ein­stak­linga í þess­um hópi koma hér til nán­ari at­hug­un­ar með til­liti til álita­efna um mis­tök eða van­rækslu í skiln­ingi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/​2008 eru þannig að mati rann­sókn­ar­nefnd­ar ekki for­send­ur til að fjalla frek­ar um störf Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur í embætti ut­an­rík­is­ráðherra.”

Mér var boðið að bregðast við þess­ari niður­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar og ég gerði það. Ég hafði eng­in and­mæli uppi af þeirri ástæðu að ég var ekki bor­in nein­um sök­um. Ég mis­skildi ekk­ert. Sú spurn­ing hlýt­ur hins veg­ar að vakna hvort ein­beitt­ur ákæru­vilji Atla Gísla­son­ar og fleiri sé ekki byggður á þeim mis­skiln­ingi að betra sé að veifa röngu tré en öngu.“  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert