Mannamunur gerður með löggjöf?

Bændur segja, að annað hvort séu lánasamningar löglegir eða ólöglegir.
Bændur segja, að annað hvort séu lánasamningar löglegir eða ólöglegir. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissa ríkir um stöðu sjómanna og bænda, sem tekið hafa gengistryggð lán, í kjölfar dóms Hæstaréttar í vikunni og þeirrar lagasetningar sem boðuð var í kjölfarið.

Árni Páll Árnason boðaði það að hin nýju lög, sem fela það í sér að gengistryggingarákvæði lánasamninga skuli gerð ólögmæt og í þeirra stað miðað við lægstu óverðtryggða vexti Seðlabankans, nái einungis til einstaklinga.

Talsmaður Bændasamtakanna undrast það að gert sé að aðalatriði hver lánþeginn sé. Annaðhvort séu lánasamningar einfaldlega löglegir eða ólöglegir.

Héraðsdómur hefur fengið til umfjöllunar mál þar sem bóndi deilir við Arion banka um lögmæti gengistryggingar á láni sínu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert