Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, réttir upp hönd á Alþingi.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, réttir upp hönd á Alþingi. mbl.is/Golli

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að málsóknin á hendur nímenningunum fyrir árás á Alþingi sé fáránleg. Þetta skrifar Mörður á bloggsíðu sína undir yfirskriftinni „Hættiði þessari vitleysu“.

Mörður segir að málsóknin sé þeim Láru V. Júlíusdóttur, setts ríkissaksóknara, Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi forseta Alþingis, og Ástu R. Jóhannesdóttur, núverandi forseta þingsins, til háborinnar skammar. 

„Legg til að saksóknarinn komi nú í veg fyrir frekari niðurlægingu ákæruvaldsins og alþingis (að ekki sé minnst á hreyfingu jafnaðarmanna – ég hef til dæmis verið á framboðslista með bæði Ástu og Láru), endurskoði málsókn sína – og hætti svo þessari vitleysu með því að fella niður ákæruna fyrir brot samkvæmt 100. grein hegningarlaga. Síðan má semja um aðrar hugsanlegar sakir,“ skrifar hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert