Persónuvernd hefur úrskurðað að Landsbanka Íslands hafi verið óheimilt að krefja mann um kennitölu sína þegar hann hugðist greiða gíróseðla fyrir systur sína. Um var að ræða viðskipti að fjárhæð 12.606. Lagt var fyrir bankann að láta af þessum „kennitöluvinnslunni“, eins og það er orðað á vef persónuverndar, að viðlögðum dagsektum.
Í öðru máli komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að S24 hafi verið heimilt að ljósrita skilríki manns sem átti í viðverandi banka- og viðskiptasambandi við fyrirtækið í og afla tiltekinna annarra upplýsinga með tilteknu eyðublaði. Var manninum talið skylt að afhenda fyritækinu skilríkin til ofangreindra nota til að sanna á sér deili.Viðskiptavinurinn kvartaði yfir afrituninni og upplýsingasöfnuninni við Persónuvernd. Kvartaði hann einnig yfir að hafa ekki verið upplýstur sem skyldi en talið var að S24 hefði sinnt upplýsingaskyldu sinni með fullnægjandi hætti.
Lesa má úrskurðina hér.