Óskar eftir fundi í viðskiptanefnd

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur óskað eftir fundi í viðskiptanefnd Alþingis til að ræða dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán. Einnig til að ræða viðbrögð efnahags- og viðskiptaráðherra við dóminum. 

Farið er fram á að umboðsmaður skuldara, umboðsmaður neytenda, fulltrúar hagsmunasamtaka heimilanna, fulltrúa bænda, sjávarútvegsfyrirtækja og smærri atvinnufyrirtækja, fulltrúar fjármálafyrirtækja og bankasýslunnar ásamt fulltrúum ráðuneytisins mæti á fundinn.

Jafnframt er ítrekuð er beiðni um fund vegna Vestiamálsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert