Risaverksmiðja í pípunum

Skip í Grundartangahöfn.
Skip í Grundartangahöfn. mbl.is/RAX

Árið 2014 er stefnt að því að ný verksmiðja sem framleiðir dímetýl-eter, litarlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti, verði komin í gagnið á Grundartanga og að framleiðslan, um 500 tonn á dag, sjái íslenska skipaflotanum fyrir eldsneyti.

Um er að ræða svokallað gervieldsneyti, en gasið verður framleitt með því að blanda saman koldíoxíði frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga og vetni sem sótt yrði með rafgreiningu í verksmiðjunni.

Gasið hentar vel í skip, en það má nota í lítið breyttum dísilvélum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Jafnan er miðað við að eldsneytisnotkun landsins skiptist nokkuð jafnt á milli samgangna á lofti, láði og legi og mun framleiðslan því draga stórlega úr þörfinni fyrir innflutt eldsneyti. Notkun í flugi kemur ekki til greina á þessu stigi en síðar stendur til að flytja út eldsneyti.

Leiðrétting: Þau mistök urðu við vinnslu fréttarinnar á forsíðu Morgunblaðsins í dag, laugardag, að Hiroaki Takatsu, framkvæmdastjóri verkfræði- og þróunardeildar japanska rafhlöðufyrirtækisins Tepco, var sagður aðstoðarforstjóri Mitsubishi Heavy Industries. Hið rétta er að Ichiro Fukue er aðstoðarforstjóri Mitsubishi Heavy Industries eins og fram kemur á blaðsíðu 20 í blaðinu í dag. Beðist er velvirðingar á mistökunum.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert