Steingrímur: Íslendingar munu borga

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Jakob Fannar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir í sam­tali við hol­lenska dag­blaðið De Tel­egra­af, að Hol­lend­ing­ar hafi ekk­ert að ótt­ast í IceS­a­ve-deil­unni. Ísland muni standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar og greiða hol­lensk­um spari­fjár­eig­end­um það fé sem þeir töpuðu vegna IceS­a­ve-reikn­ing­anna.

„Hol­lend­ing­ar geta andað létt. Pen­ing­un­um þeira verður skilað,“ seg­ir Stein­grím­ur í sam­tali við blaðið í dag.

„Við vilj­um leysa þetta mál,“ seg­ir Stein­grím­ur enn­frem­ur. Íslend­ing­ar vilji borga, en það fari hins veg­ar eft­ir því hvaða skil­yrði verði sett. 

Viðræður ís­lenskra stjórn­valda við Breta og Hol­lend­inga í deil­unni hóf­ust á ný fyrr í þess­um mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert