Takmörkun veiða skilar ekki árangri

Rjúpa á veiðislóð.
Rjúpa á veiðislóð. mbl.is/Ingólfur

Takmarkanir á rjúpnaveiðidögum skila ekki tilskildum árangri, stofnstærð rjúpunnar er ofmetin og áhrif veiða vanmetin að mati Ólafs K. Nielsen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem nýlega skilaði tillögum sínum um veiði í haust til umhverfisráðuneytisins.

Ólafur segir veiðistjórnun hafa gengið misjafnlega frá því að veiðar voru leyfðar aftur árið 2005. Þá var veiðitíminn styttur verulega, sölubann sett á rjúpur og veiðimenn hvattir til að sýna hófsemi í veiðum. Árangur hafi náðst tvö ár af þeim fimm sem síðan hafa liðið en hin þrjú árin hafi verulega verið farið fram úr tillögum Náttúrufræðistofnunar um veiði. Síðastliðin þrjú ár hafi veiðidagar verið átján og eftir góðan árangur 2007 og 2008 hafi menn talið sig komna niður á heppilegan fjölda veiðidaga að sögn Ólafs. Ákvað umhverfisráðherra því að halda fjölda veiðidaga óbreyttum 2009 með nokkrum breytingum þó í tilhögun þeirra.

Rjúpnaveiðin fór langt umfram ráðgjöf í fyrra

Hann segir rjúpnaveiðimenn þurfa að sýna meiri hógværð á komandi veiðitímabili og það sé undir veiðimönnum sjálfum komið hvort veiðistjórnunin virki. Veiðimenn séu á skilorði í ár.

Í ár leggur Náttúrufræðistofnun til að veiddar verði 75.000 rjúpur. Ólafur segir hins vegar að það sé vitað mál að stofnstærðin sé ofmetin. „Talningar sýna að rjúpu fjölgar á Norður- og Austurlandi þar sem uppsveifla er í stofninum þriðja árið í röð. Hins vegar hefur orðið fækkun á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi,“ segir Ólafur. Landið skiptist því í tvennt eftir ástandi rjúpnastofnsins en stofnlíkan stofnunarinnar byggist á gögnum frá Norðausturlandi. Því sé mikilvægt að halda áfram að þróa stofnlíkan.

Þá virðist áhrifin af veiðum vera vanmetin. Veiðarnar virðist hafa neikvæð áhrif á eftirlifandi fugla og magni upp önnur afföll stofnsins.

Í grein sem Ólafur ritar í nýútkomið tímarit Skotvís kemur fram að reiknuð heildarstærð varpstofns rjúpu vorið 2010 var 240.000 fuglar. Framreiknuð stærð veiðistofns 2010, miðað við hlutfall unga á veiðitíma verði það sama og var í talningunni á Norðausturlandi í byrjun ágúst (77%) er 850.000 fuglar. „Samkvæmt framangreindu er ráðlögð veiði því um 75.000 fuglar. Að meðaltali gerir það 14 fugla á veiðimann miðað við um 5.500 rjúpnaveiðimenn líkt og var 2009,“ ritar Ólafur.

Ráðherra tekur ákvörðun

Breytir um lit eftir árstímum

Rjúpan er útbreidd um allt land frá fjöru til fjalla. Hún er staðfugl en ferðast innanlands utan varptíma og geta rjúpur þá farið landshorna á milli, sérstaklega á það við um hænurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert