Þingmenn segja vanda vegna landsdóms slegið á frest

Þingmenn fá aðgang að gögnum í lokuðu herbergi.
Þingmenn fá aðgang að gögnum í lokuðu herbergi. mbl.is/Árni Sæberg

Upplausn varð á Alþingi í gær eftir að á daginn kom að enginn pólitísk sátt var um það hvort og þá hvernig aðgangur þingheims yrði að lögfræðilegum álitum sem unnin voru fyrir þingmannanefndina, sem gjarnan hefur verið kennd við Atla Gíslason, formann nefndarinnar og annan tveggja fulltrúa VG í henni.

Niðurstaðan varð sú, eftir fundi með formönnum þingflokka og fund með þingmannanefnd Atla, að þingheimur fengi aðgang að álitum lögspekinganna, í sérstökum trúnaðarmöppum á Alþingi, yfir helgina.

Helsta gagnrýni viðmælenda Morgunblaðsins úr röðum þingmanna felst í því, að almenningur á Íslandi eigi ekkert að fá að vita um lögfræðiálitin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert