Hálka á Fjarðarheiði

Veturinn er farinn að gera vart við sig á fjallvegum.
Veturinn er farinn að gera vart við sig á fjallvegum. Rax / Ragnar Axelsson

Hálka er nú á Fjarðarheiði, á milli Seyðisfjarðar og Héraðs, og hálkublettir á Möðrudalsöræfum og á Biskupshálsi, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna mikilla snjóa á veginum frá Herðubreiðarlindum að Öskju, telst þar ekki fært nema vel búnum jeppum.

Vegurinn um Sunnudal í Vopnafirði er í sundur við Þverá vegna vatnaskemmda.

Vegagerðin vekur athygli á því að verið er að gera hringtorg á  Reykjanesbraut við Grænás. Unnið er að tvöföldun Hringvegar (1) í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi. Vegfarendur eru eindregið beðnir að aka varlega um vinnusvæðin og virða merkingar um hámarkshraða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert