Íslandsdeild Amnesty International hefur sent forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta Íslands bréf þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að vekja athygli forseta Slóvakíu á mannréttindabrotum gegn Róma-fólki í Slóvakíu.
Fram kemur í tilkynningu frá Amnesty að fjallað er um Róma-fólk í nýrri skýrslu Amnesty International, er ber heitið Unlock their future: End the segregation of Romani children in Slovakia's schools. Íslandsdeild Amnesty International hvetur íslensk stjórnvöld til að koma á framfæri mótmælum gegn þessum mannréttindabrotum.
Á morgun mun Íslandsdeild Amnesty International efna til mótmæla klukkan 9:10, fyrir framan Alþingi, vegna mannréttindabrota gegn Róma-börnum í Slóvakíu. Þá mun forseti Slóvakíu eiga fund með íslenskum þingmönnum.
Heimasíða Íslandsdeildar Amnesty International.