Íslensk stjórnvöld hvött til að mótmæla

Merki Amnesty.
Merki Amnesty.

Íslandsdeild Amnesty International hefur sent forsætisráðherra, utanríkisráðherra og forseta Íslands bréf þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að vekja athygli forseta Slóvakíu á mannréttindabrotum gegn Róma-fólki í Slóvakíu.

Fram kemur í tilkynningu frá Amnesty að fjallað er um Róma-fólk í nýrri skýrslu Amnesty International, er ber heitið Unlock their future: End the segregation of Romani children in Slovakia's schools. Íslandsdeild Amnesty International hvetur íslensk stjórnvöld til að koma á framfæri mótmælum gegn þessum mannréttindabrotum.

Á morgun mun Íslandsdeild Amnesty International efna til mótmæla klukkan 9:10, fyrir framan Alþingi, vegna mannréttindabrota gegn Róma-börnum í Slóvakíu. Þá mun forseti Slóvakíu eiga fund með íslenskum þingmönnum.

Heimasíða Íslandsdeildar Amnesty International.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert