Stökk fyrir bíla á Suðurlandsvegi

Ökumenn kunna því illa þegar gangandi vegfarandi er að trufla …
Ökumenn kunna því illa þegar gangandi vegfarandi er að trufla þá. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í nótt á Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Hann var að reyna að fá far til Reykjavíkur en skapaði hættu með því að stökkva fyrir bíla og láta illa.

Á annan tug ökumanna lét lögreglu vita af athæfi mannsins. Þetta var um klukkan eitt í nótt og því svarta myrkur en töluverð umferð.

Maðurinn var handtekinn vegna ölvunar og óspekta og var látinn gista fangageymslur lögreglunnar á Selfossi fram undir morgun að runnið var af honum að mestu. Ferðinni til Reykjavíkur seinkaði því verulega.

Ökumaður var tekinn á 106 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi í gær þar sem leyfður hámarkshraði er 50. Maðurinn er um tvítugt. Hann var sviptur ökuréttindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert