Efins um stuðning við ákæru

Óvissa er um framgang tillögu um að Alþingi ákæri fyrrverandi …
Óvissa er um framgang tillögu um að Alþingi ákæri fyrrverandi ráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þingmaður VG tel­ur óvíst að þing­meiri­hluti sé fyr­ir til­lög­um um að Alþingi stefni fyrr­ver­andi ráðherr­um fyr­ir lands­dóm. Gagn­rýni for­sæt­is­ráðherra á málsmeðferð kom þing­mönn­um VG á óvart.

„Það kom mér á óvart að heyra þessa gagn­rýni for­sæt­is­ráðherra. Hún stóð eins og aðrir þing­menn að til­lögu um að hleypa þess­ari rann­sókn af stað,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, um gagn­rýni for­sæt­is­ráðherra á málsmeðferð þing­manna­nefnd­ar sem fjallaði um niður­stöður skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is og ráðherra­ábyrgð.

Árni Þór Sig­urðsson, vara­formaður þing­flokks VG, tek­ur und­ir þetta. Seg­ir að all­ir hafi vitað frá upp­hafi að það væri hlut­verk þing­manna­nefnd­ar­inn­ar að fjalla um ráðherra­ábyrgð og hefði verið eðli­legt að þeir héldu því þá til haga. 

„Þegar nefnd­in var sett á lagg­irn­ar gátu all­ir gengið að því vísu með hvaða hætti lagaum­gjörðin væri. Mér finnst þessi gagn­rýni því dá­lítið seint fram kom­in núna,“ seg­ir Árni Þór.

Ómak­leg gagn­rýni

Árni Þór seg­ist ekki geta litið á gagn­rýni for­sæt­is­ráðherra öðru­vísi en sem gagn­rýni á störf þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, þar á meðal full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Mér finnst þetta ómak­leg gagn­rýni. Nefnd­in hef­ur verið ein­róma í störf­um sín­um, þar til síðast, að kom að ráðherra­ábyrgðinni en þá skildu leiðir. Öll skref um málsmeðferð voru tek­in ein­um rómi,“ seg­ir Árni Þór.

Björn Val­ur seg­ist hafa verið undr­andi á ræðu Jó­hönnu sem hon­um fannst snú­ast tals­vert um fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra og sann­fær­ingu henn­ar um að hún væri sak­laus. „Ég hef ekki hug­mynd um það, vil bara að það verði leitt í ljós fyr­ir viðkom­andi dóm­stól.“

Hann seg­ir að for­sæt­is­ráðherra sé frjálst að hafa sína skoðun á þess­um mál­um. „En það eru vissu­lega von­brigði þegar for­sæt­is­ráðherra, hver sem hann er, ef­ast um rétt­mæti niður­stöðu þing­manna­nefnd­ar af því tagi sem hér um ræðir. Þetta snýst um upp­gjör við þessa erfiðu tíma, efna­hags­hrunið. Það hefði verið æski­legra að sá sem leiðir rík­is­stjórn­ina, leiðir stjórn­mála­lífið, hefði verið af­drátt­ar­laus­ari í stuðningi sín­um við upp­gjörið, þar á meðal niður­stöðu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir Björn Val­ur.

Set­ur málið í óvænt­an far­veg

Hann seg­ir að út­spil Jó­hönnu setji málið í óvænt­an far­veg. „Miðað við vægi henn­ar orða hlýt­ur að vera viss óvissa um af­drif máls­ins,“ seg­ir Björn Val­ur. Hann vís­ar í umræður um að vísa mál­inu til annarra þing­nefnda og tel­ur að Jó­hanna hafi verið að taka und­ir það með því að segja að málið þurfi meiri tíma. „Ég er ósam­mála henni. Það er kom­inn tími til að setja málið á beinu braut­ina og af­greiða það,“ seg­ir Björn Val­ur.

Árni Þór seg­ir að meiri­hluti þing­manna­nefnd­ar­inn­ar hafi í grein­ar­gerð með til­lögu sinni svarað þeirri gagn­rýni sem fram kom hjá for­sæt­is­ráðherra á þing­inu í dag um and­mæla­rétt og málsmeðferð alla. „Mér finnst skrítið að setja þetta fram með þess­um hætti,“ seg­ir hann.

Spurður um hug­mynd­ir Jó­hönnu að halda nefnda­fundi milli umræðna og jafn­vel að hafa þá opna seg­ir Árni Þór að um­fjöll­un um málið í þing­inu sé ekki rétt­ar­hald. „Þetta er ákvörðun Alþing­is um það hvort stefna eigi fyrr­ver­andi ráðherr­um fyr­ir dóm vegna meints brots á lög­um um ráðherra­ábyrgð. Þetta er ákvörðun sem Alþingi þarf að taka. Það er að mínu mati sér­kenni­legt ef vísa á þessu máli til annarr­ar þing­nefnd­ar en þeirr­ar sem hef­ur fjallað um það mánuðum sam­an og sett var sér­stak­lega á fót vegna þess,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson.

Ef­ins um stuðning

Spurður að því hvort hann teldi að þing­meiri­hluti væri fyr­ir til­lögu um að stefna fyrr­ver­andi ráðherr­um fyr­ir lands­dóm seg­ir Björn Val­ur. „Ég þori ekki að segja til um það hvort meiri­hluti er fyr­ir til­lögu meiri­hluta þing­manna­nefnd­ar­inn­ar eða til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem geng­ur skem­ur, að styðja þetta mál í gegn. Ég er ef­ins um það, eft­ir dag­inn,“ seg­ir Björn Val­ur.

Björn Valur Gíslason
Björn Val­ur Gísla­son mbl.is
Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sig­urðsson. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert