Gagnrýnir málsmeðferð

Þingmenn hafa í dag rætt um lög um ráðherraábyrgð og …
Þingmenn hafa í dag rætt um lög um ráðherraábyrgð og landsdóm. mbl.is/Ernir

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra gagn­rýndi á Alþingi í dag málsmeðferð þing­manna­nefnd­ar­inn­ar, sem fjallaði um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

„Ég hefði talið það rétt og eðli­legt, að þing­nefnd­in leitaði skrif­legs álits, til að mynda hjá Fen­eyja­nefnd­inni,  sem starfar inn­an vé­banda Evr­ópuráðsins og skipuð er sér­fræðing­um á sviði stjórn­skip­un­ar­rétt­ar," sagði Jó­hanna. Vert hefði verið að leggja þá spurn­ingu fyr­ir Fen­eyja­nefnd­ina hvort rétt­arstaða þeirra, sem nú er lagt til að verði ákærðir, stand­ist nú­tíma­kröf­ur um mann­rétt­inda­vernd sak­born­inga.

„Um það hef ég mikl­ar efa­semd­ir og ég undr­ast sér­stak­lega, að eng­in sjálf­stæð rann­sókn eða skýrslu­taka hafi farið fram í þing­manna­nefnd­inni, meðal ann­ars vegna þess að all­ir nefnd­ar­menn hyggj­ast í raun víkja frá niður­stöðu þing­manna­nefnd­ar­inn­ar í sín­um til­lög­um eða með því að láta hjá líða að flytja til­lögu um ákæru," sagði Jó­hanna. 

Lýsti Jó­hanna m.a. þeirri skoðun, að yf­ir­gnæf­andi lík­ur séu á að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, verði sýknuð fyr­ir lands­dómi fari mál henn­ar þangað. 

Sagði Jó­hanna, að niðurstaða henn­ar væri, að enn skorti mikið á, að hægt sé að greiða at­kvæði um þings­álykt­un­ar­til­lög­urn­ar tvær, sem lagðar hafa verið fram á Alþingi um ákær­ur á hend­ur fyrr­ver­andi ráðherr­um.

Þá lýsti Jó­hanna því yfir, að hún hefði mikl­ar efa­semd­ir um að hægt sé að ákæra ráðherr­ana fyrr­ver­andi eins og þings­álykt­un­ar­til­lög­urn­ar gera ráð fyr­ir. Þótt kæru­atriðin í þings­álykt­un­ar­til­lög­un­um væru al­var­leg yrði að hafa það hug­fast, að ráðherr­arn­ir, sem þar eru nefnd­ir, voru ekki í nein­um fær­um á ár­inu 2008 til að af­stýra banka­hrun­inu. Sú van­ræksla, sem rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is teldi þrjá af ráðherr­un­um fyrr­ver­andi seka um, lyti að því að þeir hefðu getað tak­markað tjónið þegar þeim var ljóst í hvað stefndi.

Jó­hanna sagði, að þeir, sem lagt er til að verði ákærðir, hefðu þannig ekki notið nægi­legr­ar rétt­ar­vernd­ar á öll­um stig­um máls­ins, einkum varðandi and­mæla­rétt og staðið höll­um fæti í aðdrag­anda máls­ins. Sagðist hún telja, að gefa eigi ráðherr­un­um fyrr­ver­andi kost á að koma and­mæl­um sín­um við sak­ar­efnið bet­ur á fram­færi en verið hafi. Þannig komi til greina að haldn­ir verði nefnd­ar­fund­ir milli umræðna um þings­álykt­un­ar­til­lög­urn­ar þar sem sér­fræðing­ar í lög­um verði kallaðir til og fyrr­ver­andi ráðherr­ar. Til greina kæmi að hafa slíka fundi opna fyr­ir al­menn­ing.

Jó­hanna sagði sagði, að hún teldi það lands­dóms­fyr­ir­komu­lag, sem mælt er fyr­ir í stjórn­ar­skrá Íslands, afar óeðli­legt. Sjálf hefði hún á löng­um þing­manns­ferli sín­um oft flutt til­lög­ur um breyt­ingu á lög­um um ráðherra­ábyrgð og lands­dóm en þær til­lög­ur hefðu ekki fengið braut­ar­gengi. 

Þá sagði Jó­hanna, að einn helsti ágalli lag­anna væri sá skammi fyrn­ing­ar­frest­ur, sem þar væri kveðið á um.  Í máli sem þessu, efna­hags­hruni sem átti sér lang­an aðdrag­anda, væri vanda­samt með hliðsjón af al­menn­um sann­girn­is­sjón­ar­miðum, að draga þá sem stigu inn á sviðið í lokaþætti at­b­urðarás­ar­inn­ar, eina til ábyrgðar. Ekk­ert bendi til ann­ars en að þeir, sem komu að mál­um í þess­um lokaþætti hafi haft annað en al­manna­hags­muni að leiðarljósi í störf­um sín­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert