Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's segir, að dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán í síðustu viku draga úr óvissu en hafi ekki áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins.
Moody's segir í nýju áliti, sem birt er á vef Seðlabankans, að dómurinn og væntanlegar frekari skýringar séu mikilvægt og jákvætt skref til að draga úr óvissu, en að hann hafi engin áhrif á lánshæfismat Íslands. Þá sé dómurinn jákvætt skref í átt að því að draga töluvert úr óvissu um getu bankakerfisins til að fást við yfirfærslu lána í innlenda mynt.