Hæstaréttardómur dregur úr óvissu

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið  Moo­dy's seg­ir, að dóm­ur Hæsta­rétt­ar um geng­is­tryggð lán í síðustu viku draga úr óvissu en hafi ekki áhrif á láns­hæf­is­mat ís­lenska rík­is­ins.

Moo­dy's seg­ir í nýju áliti, sem birt er á vef Seðlabank­ans, að dóm­ur­inn og vænt­an­leg­ar frek­ari skýr­ing­ar séu mik­il­vægt og já­kvætt skref til að draga úr óvissu, en að hann hafi eng­in áhrif á láns­hæf­is­mat Íslands. Þá sé dóm­ur­inn já­kvætt skref í átt að því að draga tölu­vert úr óvissu um getu banka­kerf­is­ins til að fást við yf­ir­færslu lána í inn­lenda mynt.

Álit Moo­dy's 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka