Hrefnuveiðum lokið - 60 dýr veidd

Hrafnreyður KÓ.
Hrafnreyður KÓ. mynd/Gunnar Bergmann

Hrefnu­veiðitíma­bil­inu lauk nú um helg­ina og alls hafa 60 dýr verið veidd frá því í vor. Þar af veiddu Hrefnu­veiðimenn ehf. 50 dýr og Útgerðarfé­lagið Fjörður ehf. 10 dýr. 

Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna ehf., seg­ir í sam­tali við mbl.is að veiðin hafi gengið vel. Hrafn­reyður KÓ - 100 hafi lagt af stað í sína síðustu veiðiferð frá Kópa­vogs­höfn á laug­ar­dags­morg­un. Í gær var svo síðustu hrefn­unni landað. 

„Við erum að pakka síðasta dýr­inu,“ seg­ir Gunn­ar. Hrefnu­veiðimenn hófu hrefnu­veiðar um miðjan maí og veiddu alls 50 dýr að sögn Gunn­ars.

„Þetta hef­ur gengið mjög vel,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að sal­an hafi verið svipuð og í fyrra.

Allt kjötið fer á inn­an­lands­markað. „Það er ástæðan fyr­ir því að við erum ekki að veiða meira,“ seg­ir Gunn­ar. Alls mátti veiða 216 dýr.

Hann seg­ir stefn­an sé tek­in á að fara á línu­veiðar í októ­ber. „Svo byrj­um við aft­ur næsta vor. Eft­ir miðjan apríl eða í byrj­un maí. Þá ætl­um við að vera með hvala­skoðun meðfram veiðunum allt næsta sum­ar,“ seg­ir Gunn­ar.

Skv. upp­lýs­ing­um frá Útgerðarfé­lag­inu Firði ehf., sem ger­ir út hrefnu­veiðibát­inn Haf­stein SK-3, sá kjötvinnsl­an Esja um að vinna kjötið og pakka því fyr­ir veit­inga­hús og ein­stak­linga. Hrefn­urn­ar 10 voru all­ar veidd­ar í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert