Mótmælt við Alþingi

Frá mótmælunum í dag en meaðl þeirra sem mættu er …
Frá mótmælunum í dag en meaðl þeirra sem mættu er Jón Gnarr borgarstjóri en hann mætti með hundinn með sér mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Tæp­lega tutt­ugu manns taka þátt í mót­mæl­um sem Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal  boðaði við Alþing­is­húsið klukk­an 9:10 en for­seti Slóvakíu, Ivan Gašp­arovi, er vænt­an­leg­ur þangað inn­an skamms. Borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík, Jón Gn­arr er meðal mót­mæl­enda.

Með mót­mæl­un­um vill Am­nesty vekja at­hygli á mann­rétt­inda­brot­um gegn sígauna­börn­um í Slóvakíu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um að þúsund­ir Róma-barna í Slóvakíu fái ófull­nægj­andi mennt­un í skól­um sem ætlaðir eru nem­end­um með „væga vits­muna­lega fötl­un“ eða skól­um þar sem nem­end­ur eru aðgreind­ir eft­ir upp­runa.

Mótmælt við Alþingishúsið
Mót­mælt við Alþing­is­húsið mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert