Mótmælt við Alþingi

Frá mótmælunum í dag en meaðl þeirra sem mættu er …
Frá mótmælunum í dag en meaðl þeirra sem mættu er Jón Gnarr borgarstjóri en hann mætti með hundinn með sér mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Tæplega tuttugu manns taka þátt í mótmælum sem Íslandsdeild Amnesty International  boðaði við Alþingishúsið klukkan 9:10 en forseti Slóvakíu, Ivan Gašparovi, er væntanlegur þangað innan skamms. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr er meðal mótmælenda.

Með mótmælunum vill Amnesty vekja athygli á mannréttindabrotum gegn sígaunabörnum í Slóvakíu, að því er segir í tilkynningu.

Segir í fréttatilkynningu frá samtökunum að þúsundir Róma-barna í Slóvakíu fái ófullnægjandi menntun í skólum sem ætlaðir eru nemendum með „væga vitsmunalega fötlun“ eða skólum þar sem nemendur eru aðgreindir eftir uppruna.

Mótmælt við Alþingishúsið
Mótmælt við Alþingishúsið mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert