Myndi draga úr útblæstri

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Árni Sæberg

Fram­leiðsla gervieldsneyt­is úr kol­díoxíði í út­blæstri frá Járn­blendi­verk­smiðjunni á Grund­ar­tanga yrði já­kvætt skref í lofts­lags­mál­um, að mati Sig­urðar Inga Friðleifs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Orku­set­urs. Hann seg­ir þróun raf­hlaðna í raf­bíla hraðari en hann gerði ráð fyr­ir.

Eldsneytið, dí­metýl-eter, gæti eins og komið hef­ur fram leyst díselol­íu af hólmi sem orku­gjafi fiski­skipa­flot­ans.

„Þetta yrði já­kvætt fyr­ir um­hverfið. Útblást­ur gróður­húsaloft­teg­unda er nýtt­ur til fram­leiðslu á eldsneyti. Ef all­ur út­blástur­inn frá Járn­blendi­verk­smiðjunni yrði nýtt­ur í fram­leiðsluna myndi hann hverfa. Hins veg­ar myndi skipið eða bíll­inn sem brenn­ir gasinu valda út­blæstri. Á móti kem­ur að skipið eða bíll­inn myndi gera það hvort sem er.“

Fram kom í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um hug­mynd­ir Mitsu­bis­hi Hea­vy Industries um nýja eldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga að áætlað sé að gasið verði jafn dýrt og díselol­ía, að því gefnu að það beri enga skatta.

Innt­ur eft­ir kostnaðinum bend­ir Sig­urður Ingi á að fiski­skipa­flot­an­um bjóðist díselol­ía á um 110 krón­ur, sam­an­borið við um 190 krónu út­sölu­verð á bens­ín­stöðvum fyr­ir bif­reiðar. Því þurfi olíu­verð að hækka um­tals­vert til að gasið verði jafn hag­kvæmt og díselolí­an. Á hinn bóg­inn myndi notk­un gass­ins styðja þá ímynd ís­lensku út­gerðar­inn­ar að hún sé sjálf­bær.

Ork­u­nýtn­in minni en í raf­bíl­um

- Yrði verk­smiðja af þessu tagi liður í að draga úr los­un?

„Já. Hún myndi klár­lega stuðla að minni los­un. Ork­u­nýtn­in er hins veg­ar ef til vill ekki mjög góð. Grunn­orku­gjaf­inn er þá raf­orka. Fyrst þarf að raf­greina vetnið og það útheimt­ir mikla orku. Ef gasið yrði sett á bíl fæli það í sér mikið orkutap sam­an­borið við að setja raf­magnið beint á raf­geymi. Það þyrfti mikla orku í að fram­leiða gasið.

Við erum hins veg­ar ekki að fara að nota raf­orku til að knýja skip. Það er ekki raun­hæf­ur mögu­leiki í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð. Sá sam­an­b­urður er því ekki sann­gjarn. Þannig að þetta er lausn sem væri hægt að hrinda í fram­kvæmd hér og nú.“

Þró­un­in hraðari en spár gerðu ráð fyr­ir

Fram kem­ur í viðtali Morg­un­blaðsins við Hiroaki Takatsu, fram­kvæmda­stjóra verk­fræði- og þró­un­ar­deild­ar jap­anska raf­hlöðufyr­ir­tæk­is­ins Tepco, að verð á litínjón­araf­hlöðum í bif­reiðar hafi lækkað um helm­ing frá því í árs­byrj­un.

Aðspurður um þessa staðreynd seg­ir Sig­urður Ingi hana koma skemmti­lega á óvart. Þró­un­in sé hraðari en hann gerði ráð fyr­ir.

Því ligg­ur bein­ast við að spyrja hvort raun­hæft sé að árið 2020 verði hægt að draga veru­lega úr eldsneyt­is­notk­un frá því sem nú er.

Innt­ur eft­ir raun­hæfri sviðsmynd að ára­tug liðnum svar­ar Sig­urður Ingi því til að árið 2020 sé vel raun­hæft að draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá sam­göng­um. Hvernig til tak­ist fari eft­ir ýms­um þátt­um þar sem áður­nefnd verk­smiðja komi við sögu. Notk­un tvinn­bíla, sem ganga fyr­ir eldsneyti og raf­magni, sé liður í að draga úr eldsneyt­is­notk­un­inni.

Rafbíllinn Nissan Leaf kostar á þriðju milljón króna með skattafslætti …
Raf­bíll­inn Nis­s­an Leaf kost­ar á þriðju millj­ón króna með skattafslætti í Kali­forn­íu.
Mælaborðið í Nissan Leaf.
Mæla­borðið í Nis­s­an Leaf.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert