Ölvuð ók á barn á reiðhjóli

Ekið var á átta ára dreng á reiðhjóli í Breiðholti í kvöld. Ökumaður­inn var ung kona, rétt­inda­laus og ölvuð. Hún var hand­tek­in og vistuð í fanga­klefa.

Slysið varð um klukk­an sjö í kvöld á Suður­hól­um við Vest­ur­hóla. Dreng­ur­inn slasaðist á fæti og var flutt­ur með sjúkra­bíl á slysa­deild.

Kon­an hef­ur viður­kennt að hafa ekið bíln­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu. Hún verður yf­ir­heyrð frek­ar í fyrra­málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert