„Pólitískt ákæruvald mjög varhugavert"

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Brynj­ar Niels­son, formaður Lög­manna­fé­lags Íslands, gagn­rýn­ir ákvörðun þing­nefnd­ar um að ákæra eigi fyrr­ver­andi ráðherra, í grein sem hann rit­ar á Press­una í dag. Seg­ir hann póli­tískt ákæru­vald af þessu tagi al­mennt mjög var­huga­vert.

„Eins og þekkt er í stjórn­mála­sög­unni verður stund­um póli­tískt umrót, ekki síst í djúp­um efna­hagskrepp­um. Og þegar maður heyr­ir for­sæt­is­ráðherra segja að þetta sé gert til að sefa al­menn­ing og stjórn­arþing­mann bein­lín­is segja þetta póli­tísk rétt­höld og upp­gjör við frjáls­hyggj­una er enn meira áríðandi að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi. Það seg­ir sig sjálft," skrif­ar Brynj­ar.

Nú hef­ur þing­nefnd lagt til við Alþingi að fjór­ir fyrr­ver­andi ráðherr­ar verði ákærðir vegna brota á lög­um um ráðherra­ábyrgð. Í því felst, samþykki þingið kæru­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar í þings­álykt­un, að mál gegn þeim verður höfðað fyr­ir Lands­dómi og þess kraf­ist að þeir verði dæmd­ir til refs­ing­ar. Ekki er um­deilt að þessi málsmeðferð er í sam­ræmi við gild­andi lög um ráðherra­ábyrgð og Lands­dóm.

Lög um ráðherra­ábyrgð og Lands­dóm eru göm­ul og hafa ekki breyst í aðal­atriðum þrátt fyr­ir að við lif­um í ger­breyttu póli­tísku og laga­legu um­hverfi. Ein­hverra hluta vegna hef­ur eng­in breyt­ing orðið á þrátt fyr­ir að marg­ir hafi í gegn­um tíðina bent á að það væri tíma­bært. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að þetta fyr­ir­komu­lag sé úr­elt og stang­ist jafn­vel á við ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um rétt­láta málsmeðferð, þótt málsmeðferðin sem slík fyr­ir Lands­dómi, eft­ir út­gáfu ákæru, stand­ist sjálfsagt regl­ur um rétt­láta málsmeðferð fyr­ir dómi.

Þegar talað er um rétt­láta málsmeðferð snýr það einnig að rann­sókn máls áður en tek­in er ákvörðun um ákæru. Um það hef­ur ekki verið deilt að ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um rétt­láta málsmeðferð taka einnig til máls á rann­sókn­arstigi enda í sam­ræmi við dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Við mat á því hvort um­rædd­ir fyrr­ver­andi ráðherr­ar hafi notið rétt­látr­ar málsmeðferðar þarf að fara aft­ur til þess tíma sem Alþingi samþykkti lög­in um rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is. Sam­kvæmt þeim lög­um var öll­um skylt að veita nefnd­inni upp­lýs­ing­ar og af­henda gögn sem hún óskaði eft­ir, líka þeir sem til stend­ur að ákæra núna, án þess að njóta rétt­ar­stöðu sak­born­ings. Rann­sókn þing­nefnd­ar Atla Gísla­son­ar er held­ur ekki í sam­ræmi við regl­ur sem gilda um rann­sókn saka­mála í lög­um um meðferð saka­mála. Þing­nefnd­in þarf ekki í störf­um sín­um að gæta að atriðum sem horfa bæði til sýknu og sekt­ar. Ráðherr­arn­ir fyrr­ver­andi hafa ekki rétt­ar­stöðu sak­born­inga við rann­sókn­ina og fá þá stöðu ekki fyrr en þeim hef­ur verið stefnt fyr­ir Lands­dóm.

Með hliðsjón af þess­um staðreynd­um er tæp­lega hægt að halda því fram með góðum rök­um að það fólk sem lagt er til að verði ákært hafi notið rétt­látr­ar málsmeðferðar. Til hvers er þá verið að veita sak­born­ing­um al­mennt þessi rétt­indi sam­kvæmt lög­um um meðferð saka­mála ef það er í lagi að ráðherr­ar sem born­ir eru sök­um um refsi­verða hátt­semi njóti ekki þess­ara rétt­inda?

Í þessu fyr­ir­komu­lagi fer því eng­in saka­mál­a­rann­sókn fram áður en tek­in er ákvörðun um ákæru. Að fara í saka­mál­a­rann­sókn eft­ir að ákæra er gef­in út sam­rým­ist ekki hug­mynd­um mín­um og margra annarra um rétt­láta málsmeðferð. Ég held að öll­um sé ljóst að ákæru einni sam­an fylg­ir mikið óhagræði, tjón og miski. Hvorki niður­fell­ing Alþing­is á ákæru eft­ir rann­sókn eða gagna­öfl­un fyr­ir Lands­dómi né sýkna mun breyta því.

Nú er laga­skylda hjá þing­mönn­um að greiða at­kvæði um ákær­ur á hend­ur þess­um fyrr­um ráðherr­um og það þýðir ekki að kveinka sér und­an því. Hins veg­ar er ákæru­vald mikið vald og vandmeðfarið. Eng­inn vill ákæra ann­an nema rann­sókn­ar­gögn bendi ein­dregið til sekt­ar. En er það nóg? Vilj­um við ákæra ein­hvern sem við telj­um að ekki hafi notið sömu rétt­inda og aðrir sakaðir menn við rann­sókn­ina? Og telj­um við að rann­sókn þing­nefnd­ar­inn­ar sé full­nægj­andi til að taka ákvörðun um ákæru? Nú verður hver þingmaður að svara fyr­ir sig.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert