Staðan ekki rædd í ríkisstjórn

Þingmenn héldu áfram í dag að ræða tillögur um ákærur …
Þingmenn héldu áfram í dag að ræða tillögur um ákærur á hendur fjórum ráðherrum. Árni Sæberg

 Oddný Harðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar sagði í umræðum um tillögu til málshöfðunar gegn fjórum ráðherrum að ráðherrum hefði borið að ræða þó ógn sem vofði yfir efnahagslífi landsins í ríkisstjórn árið 2008. Það hefðu þeir ekki gert.

„Með 17. gr. stjórnarskrárinnar á að vera tryggt að mikilsverð málefni séu rædd og öllum kunn í ríkisstjórninni. Hvaða mikilvægu mál hefði frekar átt að ræða í ríkisstjórn á árinu 2008 en einmitt þetta stóra vandamál sem horfði við íslenskri hagstjórn [stöðu bankakerfisins]?“ spurði Oddný.

Oddný sagði að ráðherrarnir hefðu haft upplýsingar fyrir áramót 2007-2008 um að staðan væri slæm og þegar kom fram á árið 2008 hefðu þeir fengið upplýsingar um að staðan væri orðin mjög alvarleg. Ljóst var að bankakerfið var í alvarlegum vanda. Ríkisstjórninni hefði borið að láta taka saman upplýsingar um þá hættu sem vofði stöðu ríkisins. Það hefði ekki verið gert.

Þingmenn hafa um helgina getað kynnt sér gögn sem þingmannanefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, byggði niðurstöður sínar m.a. á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert