SUS vill einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur

mbl.is/ÞÖK

Ung­ir sjálf­stæðis­menn telja æski­legt að auka hluta­fé Orku­veitu Reykja­vík­ur og bjóða það hluta­fé einkaaðilum til kaupa í opnu ferli. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem SUS hef­ur sent á fjöl­miðla.

Telja einka­væðingu koma í stað gjald­skrár­hækk­ana

„Stjórn Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna hafn­ar þeirri hug­mynda­fræði sem meiri­hluti Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík beit­ir á íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins. Að velta eig­in vanda yfir á aðra sýn­ir í raun sama ráðleysi og sést hef­ur í fjár­mál­um rík­is­ins. Gjald­skrár­hækk­an­ir Orku­veit­unn­ar eru ekk­ert annað en dul­bú­in skatt­heimta.

Ung­ir sjálf­stæðis­menn telja að rekst­ur Orku­veit­unn­ar sl. rúm­an ára­tug sanni það sem ung­ir sjálf­stæðis­menn hafa áður sagt; sam­keppn­is- og áhætt­u­r­ekst­ur er bet­ur kom­inn í hönd­um einkaaðila en stjórn­mála­manna, sem horfa í besta falli 4 ár fram í tím­ann.

Mis­lukkaðar fjár­fest­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins, sem hafa ekk­ert með orku­veitu á höfuðborg­ar­svæðinu að gera, hafa kostað skatt­greiðend­ur gríðarleg­ar fjár­hæðir.

Ung­ir sjálf­stæðis­menn telja æski­legt að auka hluta­fé Orku­veitu Reykja­vík­ur og bjóða það hluta­fé einkaaðilum til kaupa í opnu ferli. Slíkt get­ur komið í staðinn fyr­ir þá tugi pró­senta hækk­un á gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins sem boðuð hef­ur verið, auk þess sem slíkt gæti lækkað skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins og fjár­magnað frek­ari virkj­ana­fram­kvæmd­ir og at­vinnu­upp­bygg­ingu.

Að sama skapi er eðli­legt að kröfu­höf­um Orku­veit­unn­ar verði boðið að breyta skuld­um í hluta­fé, enda er ljóst að gjald­skrár­hækk­an­ir og niður­skurður í rekstri mun lítið breyta gíf­ur­legri skuld­setn­ingu fé­lags­ins", seg­ir í til­kynn­ingu frá SUS.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert